Danmerkurmet í bensínverði

mbl.is/Ómar

Listaverð á bensíni fór í morgun upp í 11,28 danskar krónur fyrir lítrann, eða um 185 íslenskar krónur. Fram kemur á fréttavef Børsen, að um sé að ræða Danmerkurmet sem væntanlega verði slegið á næstunni ef verð á hráolíu heldur áfram að hækka.

Bensínverðið var hækkað um 5 danska aura í morgun og fór þar með upp fyrir gamla metið, sem sett var árið 2005 í kjölfar þess að fellibylurinn Katarína fór yfir olíuvinnslusvæði á Mexíkóflóa.

Hér á landi kostar bensín með þjónustu 163,90 krónur lítrinn eftir síðustu verðhækkun um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...