Þrýst á stjórnvöld í Búrma

Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, segir að alþjóðasamfélagið verði að gera allt í sínu valdi til þess að koma hjálpargögnum til fórnarlamba fellibyljarins Nargis í Búrma.  Þolinmæði ráðamanna Evrópusambandsins er á þrotum vegna tregðu herforingjastjórnarinnar í Búrma við að hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið.

Neyðarfundir hafa verið haldnir í Brussel vegna málsins, en talið er að naumlega 10% hjálpargagna sem hafa verið send til Búrma hafi borist fólki í neyð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert