Versti jarðskjálfti í 30 ár

Wen Jiabao, forseti Kína, heimsótti borgina Dujiangyan sem varð illa úti í jarðskjálftanum í gær og fullvissaði viðstadda um að svo lengi sem einhver von væri um að fólk væri á lífi í húsarústum yrði björgunarstarfi fram haldið.

Ríkisfjölmiðlar sögðu í morgun að 10 þúsund manns væru grafin undir húsarústum í borginni Mianzhu, sem er um 100 km frá upptökum jarðskjálftans.

Í Dujiangyan eru m.a. um 900 unglingar grafnir í rústum skólahúss. Talið er að fórnarlömb skjálftans, sem er sá versti sem orðið hefur í Kína í þrjá áratugi, séu allt að tíu þúsund.

Kínverskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að um 1.300 björgunarmenn væru komnir til Wenchuan-sýslu, í fyrsta sinn síðan skjálftinn reið yfir, en þar voru upptök hans. Skjálftinn mældist 7,9 stig. 

Þá var ennfremur greint frá því í dag að í skjálftanum hefði flutningalest farið út af sporinu og eldur komið upp í henni. Í morgun logaði hún enn, en í lestinni voru m.a. 13 vagnar fullir af gasolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert