Giftingar samkynhneigðra heimilaðar

Hæstiréttur í Kaliforníu hefur fellt úr gildi bann við giftingum samkynhneigðra sem samþykkt hafði verið af kjósendum í ríkinu. Þetta gæti leitt til þess að Kalífornía verði annað ríkið í Bandaríkjunum sem  heimilar samkynhneigðum að gifta sig.  

Stuðningsmenn hjónabanda milli samkynhneigðra fögnuðu ákaft fyrir utan réttarsalinn eftir að niðurstaðan var kynnt.  

Í dómsúrskurðinum sagði m.a samkynhneigðir ættu ekki að njóta minni réttinda og ættu að hafa fullan rétt á að ala upp börn.  Meirihlutinn sem samþykkti að fella bannið úr gildi var naumur og hafa sumir dómarar lýst því opinberlega yfir að kjósendur eigi að ráða því hvort breytingar yrðu gerðar á giftingarlögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert