520 milljónir í styrk til Kína

Reuters.

Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt kínversku þjóðinni sjö milljóna dala styrk, eða tæplega 520 milljónir íslenskra króna,  í kjölfar jarðskjálftans í Sichuan héraðinu sl. mánudag.

Peningarnir munu koma úr sérstökum neyðarsjóði samtakanna, CERF, og verða notaðir af ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna til að gera Kínverjum kleift að takast á við brýnustu verkefnin.

Sameinuðu þjóðirnar munu vera reiðubúin til að veita frekari stuðning sé þess krafist að sögn Michele Montas, talsmanni hjá samtökunum.

Opinber tala látinna er rúmlega 22 þúsund manns en sjónvarpsstöðvar hafa gefið út að yfirvöld telji að rúmlega 50 þúsund manns hafi látist. Talið er að tæplega 5 milljónir manna séu heimilislausir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert