Bin Laden segir að heilögu stríði verði fram haldið

Osama bin Laden sést hér í myndbandi.
Osama bin Laden sést hér í myndbandi. AP

Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, segir í ávarpi sem birt er í dag á vefsíðu sem samtökin hafa oft notað, að þau muni halda áfram heilögu stríði sínu gegn Ísrael og bandamönnum þess uns Palestína hafi verið frelsuð.

Bin Laden segir ennfremur í ávarpinu, að baráttan fyrir málstað Palestínu sé mikilvægasti hvatinn að stríði al-Qaeda gegn Vesturlöndum, og hafi verið ástæða hryðjuverkanna 11. september.

Ávarp bin Ladens er tæplega 10 mínútna langt. Ekki hefur verið staðfest að það sé ófalsað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert