Svifdrekamenn bænheyrðir

Tveir nýsjálenskir svifdrekamenn sem lögðust á bæn þegar þeir urðu eldsneytislausir á flugi fengu afdráttarlaust svar, að segja má, þegar þeir náðu að svífa yfir fjallshrygg og lenda heilu og höldnu.

Þeir heita Grant Stubbs og Owen Wilson. Þeir voru á vélknúnum svifdreka um 50 km suður af Wellington þegar drapst á hreyflinum.

„Ef maður brotlendir svifdreka eru allar líkur á að maður deyi. Wilson sagði að bensínið væri búið og ég spurði hann hvað við ættum þá að gera,“ sagði Stubbs við blaðið Marlborough Express. „Hann svaraði: Þú skalt biðja bænir, Grant.“

Stubbs sagði að þeir hafi beðið til Guðs að þeim tækist að svífa yfir fjallshrygg, og þegar þeir náðu loks að lenda á grasbletti gnæfði yfir þeim sex metra hátt skilti sem á stóð:

„Jesús er frelsarinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert