Hnífstungudráp í Danmörku

Lögregla á norðanverðu Jótlandi í Danmörku hefur greint frá því að fyrrum kærasti hinnar sautján ára gömlu Monika Sabine Skærbæk Olsen sé talinn hafa stungið hana til bana og að kærasti hennar hafi reynt að bjarga lífi hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Áður hafði verið greint frá því í dönskum fjölmiðlum að mennirnir væru báðir grunaðir um að hafa orðið stúlkunni að bana.

Er fyrrum kærastinn, sem er þrítugur, talinn hafa ráðist inn á heimili Moniku í Hjørring og ráðist fyrst á kærasta hennar, sem er 21 árs, með hnífi og síðan á hana. Hún var úrskurðuð látinn er læknir kom á vettvang eftir að kærastinn hafði gert yfirvöldum viðvart um atburðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert