Hvirfilbylur veldur usla í Colorado

Að minnsta kosti einn lét lífið þegar öflugur hvirfilbylur fór yfir norðurhluta Colorado í Bandaríkjunum í dag. Talsverðar skemmdir urðu einnig af völdum hvirfilbyljarins, en ökutækjum hvolfdi og þök rifnuðu af húsum.

Bylurinn ferðaðist um 80 km norður af Denver. Svo virðist sem að bærinn Windsor hafi orðið hvað verst úti en þar búa um 16.000 manns.

Loka varð hraðbraut 25, sem er aðalhraðbrautin frá norðri til suðurs, vegna óveðursins.

Þá urðu tugþúsundir án rafmagns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert