Sjálfsvígum bandarískra hermanna fjölgar

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. Reuters

Bandaríkjaher segir sjálfsvíg innan hersins aldrei hafa verið fleiri, en á síðasta ári skráði herinn 115 sjálfsvíg.   Einn fjórði sjálfsvíganna átti sér stað í Írak, en ofbeldisverk í Írak og Afganistan fóru vaxandi á árinu 2007.  Að sögn Bandaríkjahers, jukust sjálfsvíg um 13% frá árinu 2006.  Framlenging dvalartíma hermanna um 12-15 mánuði er talið hafa aukið álag á hermenn. 

Barack Obama, öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi demókrata, segir tölurnar sorglega áminningu um afleiðingar stríðsins í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert