Tala látinna og slasaðra hækkar eftir flugslys

Nú er ljóst að fimm manns að minnsta kosti lét lífið og 65 slösuðust þegar flugvél í eigu flugfélagsins TACA fór út af flugbraut og rann út á akveg í lendingu á flugvellinum í Tegucigalpa í Honduras í kvöld.

Flugvélin er af gerðinni Airbus A-320. Vélin var að koma frá Los Angeles til Tegucigalpa  með viðkomu í San Salvador.

Flugvélin fór út af brautinni, rann niður 20 metra langa brekku, yfir veg og brotnaði síðan í þrennt. Eldur kom upp í flakinu og fengu margir farþegar reykeitrun.

Svo virðist sem lélegt skyggni kunni að hafa átt þátt í slysinu. Flugmaðurinn reyndi að lenda á brautinni en hóf vélina á loft aftur. Í síðari tilrauninni lenti vélin of langt inni á brautinni. 

Flugvöllurinn í Tegucigalpa er í fjalllendi og er talinn einn sá hættulegasti í Mið-Ameríku.

Flugvélin brotnaði í þrennt.
Flugvélin brotnaði í þrennt. Reuers
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert