Hertar reglur um ferðir til Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í dag að reglur um komu ferðafólks til landsins hafi verið hertar, og nær breytingin til þeirra 27 landa sem eru á svonefndum áritunarundanþágulista, þ.á m. Íslands.

Breytingarnar munu taka gildi í janúar. Samkvæmt þeim þurfa þeir sem ætla að ferðast til Bandaríkjanna að veita þarlendum yfirvöldum vegabréfs- og ferðaupplýsingar með þriggja daga fyrirvara. Um er að ræða sömu upplýsingar og nú eru veittar með útfyllingu eyðublaðs sem skilað er til landamæravarða við komu til Bandaríkjanna.

„Við erum ekki að fara fram á meiri upplýsingar [en hingað til], við viljum einfaldlega fá þær fyrr,“ var haft eftir embættismanni í bandaríska heimavarnaráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert