Ísrael varar við kjarnorkuáætlun Írans

Olmert heimsækir nú Bandaríkin.
Olmert heimsækir nú Bandaríkin. Reuters

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert tilkynnti að kjarnorkuáætlun Írans þyrfti að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Þessi orð lét hann falla í heimsókn sinni til Washington og sagði hann að gera þyrfti Teheran ljóst að afleiðingarnar yrðu alvarlegar ef áætlun um að koma sér upp kjarnavopnum verði haldið til streitu.

Bandaríkin sem og önnur lönd hafa sakað Íran um að koma sér upp kjarnavopnum en samkvæmt fréttavef BBC segir Teheran að kjarnorkuáætlun sín miði að framleiðslu rafmagns og friðsamlegra nota orkunnar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert