Ísraelskur ráðherra hótar Írönum

Shauk Mofaz.
Shauk Mofaz. Reuters

Shauk Mofaz, aðstoðarforsætisráðherra og ferðamálaráðherra Ísraels, segir Ísraela munu ráðast á Íran ef þeir hætta ekki meintum kjarnorkuáætlunum.

Í viðtali við Yediot Ahronot dagblaðið sagði Mofaz refsiaðgerðir gegn Írönum gagnslausar og að árás á Íran væri óhjákvæmileg ef þeir hætta ekki áformum sínum.  Öryggisráð SÞ hefur samþykkt þrenns konar refsiaðgerðir gegn Írönum, þar á meðal eignatakmarkanir, og ferðabann einstaklinga og starfsmanna innan fyrirtækja sem eru taldir hafa tengsl við kjarnorkustarfsemi. 

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að kjarnorkuáform Írana þyrfti að stöðva með einum eða öðrum hætti.  Íranar fullyrða að áætlanir þeirra séu friðsamlegar, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert