Bush segist hlíta dómi

George W. Bush og Silvio Berlusconi í Róm í dag.
George W. Bush og Silvio Berlusconi í Róm í dag. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í dag að hann myndi hlíta dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að fangar í Gantánamo fangabúðunum á Kúbu eigi rétt á að  áfrýja málum sínum til dómsstóla  í Bandaríkjunum. Bush segist þó vera ósammála dómnum.

„Þetta er ákvörðun hæstaréttar, við deilum ekki við hann. Það þýðir þó ekki að ég þurfi að vera dómnum sammála," sagði Bush eftir viðræður við Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í Róm í dag.

Bush sagði einnig, að stjórn hans muni fara yfir ákvörðun réttarins með það í huga hvort bregðast þurfi við með lagafrumvarpi. Með niðurstöðu sinni nam rétturinn úr gildi lög, sem Bandaríkjaþing samþykkti árið  2006 en samkvæmt þeim þarf ekki að leiða menn, sem grunaðir eru um hryðjuverk fyrir dómara.

Fimm dómarar af níu komust að þeirri niðurstöðu, að fangar í Guantánamo hafi rétt til að bera ákvarðanir um varðhald þeirra undir dómstóla í Bandaríkjunum. Þetta þykir mikið áfall fyrir ríkisstjórn Bush.  

Fjórir dómarar voru andvígir niðurstöðunni. „Ég er mjög sammála þeim sem mynduðu minnihlutann. Og afstaða þeirra byggðist á því að þeir hafa þungar áhyggjur af öryggi bandarísku þjóðarinnar," sagði Bush.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert