Sjötti mannsfóturinn finnst í Kanada

Sjötti mannsfóturinn fannst við strendur Bresku Kólumbíu í Kanada í dag, en þetta er annar fóturinn sem finnst í vikunni og sá sjötti á einu ári.  Fimm af þeim fótum sem hafa fundist eru hægri fætur, en á mánudag fannst vinstri fótur.  Lögregla vinnur nú að rannsókn á uppruna fótanna og hvort einhver tengsl séu á milli þeirra.  Fóturinn fannst inni í hlaupaskó, á Vancouver eyju. 

Kona nokkur sem var að safna steinum við ströndina kom auga á fótinn, og sagði hann líta út fyrir að hafa verið sagaðan af.  Lögregla hefur hins vegar forðast getgátur og segja engar sannanir fyrir því.  Læknar segja að ekki sé óvenjulegt að líkamshlutar aðskiljist á náttúrulegan hátt hafi þeir verið lengi í vatni, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert