Telja sig hafa fundið ís á Mars

 Vísindamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) leyndu ekki gleði sinni í gær þegar þeir skýrðu frá því að allt útlit væri fyrir að armur könnunarfarsins Fönix hefði rekist á hart undirlag undir jarðvegi á pólsvæði sem væri að öllum líkindum ís. Reynist það rétt hefur verið sýnt fram á að ísfreri leynist undir yfirborðinu á pólsvæðum „rauðu plánetunnar“, sem svo er nefnd vegna rauðra sanda.

Peter Smith, sérfræðingur hjá Arizona-háskóla, sagði Fönix hafa tekið myndir af skærlitu efni sem hafi síðan horfið. Þetta efni hljóti því að hafa verið ís sem gufaði upp þegar sólarljósið lék um hann.

Á hinn bóginn benti fyrsta efnagreining sýnis frá fyrri sýnatökunni af tveimur til að efnið væri ekki vatn. Eftir að molarnir bráðnuðu og armurinn rakst á hart undirlag í annarri sýnatöku eru nú taldar líkur á að þar kunni einnig að leynast vatn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert