Uppskálduð indíánasaga

Indiánarnir gera sig líklega til að kasta spjótum á þyrluna, …
Indiánarnir gera sig líklega til að kasta spjótum á þyrluna, sem flutti Meirelles. AP

Ljósmyndarinn José Carlos Dos Reis Meirelles hefur viðurkennt að staðhæfingar hans um að hann hafi fundið áður óþekktan indíánaættbálk á landamærum Perú og Brasilíu eigi ekki við rök að styðjast. Myndir Meirelles af indíánunum birtust í helsti fjölmiðlum heims í lok maí. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Meirelles viðurkennir að vitað hafi verið um tilvist ættbálksins frá árinu 1910. Hann segist hafa leitað hannuppi og sagt hann áður óþekktan til að vekja athygli á aðstæðum hans og áhrifum skógarhöggs á indíána á svæðinu.

Meirelles, sem er 61 árs, vinnur fyrir indíánamálaráðuneyti Brasilíu, sem hefur m.a. það verkefni með höndum að vernda smáa indíánaættbálka.

Það er stefna brasilískra yfirvalda að láta einangraða ættbálka afskiptalausa, þar sem talið er að það sé þeim  fyrir bestu.  Meirelles segist hins vegar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að víkja frá þessari meginreglu og að með því hafi hann sýnt fram á að indíánarnir spjari sig vel án nokkurs sambands við umheiminn.

„Þegar ég sá að indíánarnir höfðu málað sig rauða varð ég mjög glaður því rauði liturinn er merki þess að ættbálkurinn sé tilbúinn í stríð. Séu indíánarnir tilbúnir til að verja yfirráðasvæði sitt þá hafa þeir það gott,” segir  José Carlos Dos Reis Meirelles.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert