Spenna eykst á Gasa

Palestínsku Jihad samtökin hafa hótað að halda áfram flugskeytaárásum yfir landamæri Gasasvæðisins og Ísrael þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi á milli Ísraela og Palestínumanna á Gasasvæðinu síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, gaf í morgun fyrirmæli um að landamærastöðvar á landamærum Ísraels og Gasa verði ekki opnaðar að sinni en til hafði staði að þær yrðu opnaðar í morgun. Er ákvörðun hans tekin í kjölfar flugskeytaárásar samtakanna yfir landaærin til Ísraels í gær. 

Kveðið er á um það í vopnahléssamkomulaginu að landamærastöðvar skuli opnaðar fyrir vöruflutninga eftir að árásum beggja aðila hafi verið hætt.

Sami Abu Zuhri, talsmaður stjórnar Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu, segir ákvörðun Baraks sýna vantraust Ísraela á því að vopnahléið haldi. Þá segir hann Hamas samtökin standa við sinn hluta af vopnahléssamningnum en að það sé ekki hlutverk samtakanna að elta uppi liðsmenn annarra samtaka Palestínumanna fyrir Ísraela.

Fiskimenn ganga frá afla sínum á Gasasvæðinu.
Fiskimenn ganga frá afla sínum á Gasasvæðinu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert