Nelson Mandela fordæmir Mugabe

Forseti Simbabve, Robert Mugabe, er einangruður á alþjóðlegum vettvangi. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, hefur rofið þögnina og fordæmir það sem hann kallar „hörmuleg mistök í forystu“. Þetta kemur fram á féttavef Sky.

Nú eftir að Robert Mugabe er búinn að tryggja sér sigur í endurkosningum til forsetaembættis Simbabve næstkomandi föstudag hefur Nelson Mandela loks tjáð skoðun sína á ástandinu í landinu.

Mandela tjáði sig í ræðu í London eftir að hafa fengið á sig gagnrýni fyrir að hafa ekki tjáð sig um málið. Þetta gerðist eftir að breska stjórnin svipti forseta Simbabve heiðurstign sinni sem heiðurs riddari, vegna mannréttindabrota og algers skeytingarleysis gagnvart lýðræði.

Mandela flutti ræðuna í heiðurskvöldverði sem haldinn var í London til að fagna 90 ára afmæli hans.

„Nær heimkynnum okkar höfum við séð ofbeldi brjótast út gagnvart öðrum Afríkubúum í okkar eigin landi og hörmuleg mistök í forystu í ágrannalandinu Simbabve,“ sagði Mandela.

Nelson Mandela fordæmir stjórnarhætti Roberts Mugabe.
Nelson Mandela fordæmir stjórnarhætti Roberts Mugabe. Reuter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert