„Öfugsnúið“ reykingabann í Hollandi

Reykingabann sem gengur í garð í Hollandi næstkomandi þriðjudag mun ekki aðeins hafa áhrif á tóbaksreykingamenn. Bannið mun valda hinum frægu hassbúllum Amsterdam vandræðum, venjan er að hass sé reykt í bland við tóbak.

Hollensk lög kveða í raun á um að ólöglegt sé að hafa hass undir höndum, en hafi menn ekki meira á sér en fimm grömm eru þeir ekki lögsóttir. Enn fremur geta menn fengið leyfi til að selja hass á þar tilgerðum stöðum og eiga birgðir, allt að hálfu kílói.

Eigendur slíkra staða segjast nú frekar munu reiða sig á að selja hasskökur og hreint „gras.“

Jason den Enting, sem á hassstað, þykir þetta öfugsnúið: „Í öðrum löndum er leitað að hassi í tóbakinu. Hér er leitað að tóbaki í hassinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert