Landamærum Gasasvæðisins lokað

Ísraelar hafa lokað landamærum Ísraels og Gasasvæðisins fyrir allri umferð nema umferð gangandi vegfarenda, í kjölfar flugskeytaárása herskárra Palestínumanna yfir landamærin í gærkvöldi.

Vopnahléssamkomulag tók gildi á milli Ísraela og Palestínumanna á Gasasvæðinu þann 19. júní og í kjölfar þess stóð til að landamæri Ísraels og Gasasvæðisins yrðu opnuð. Þeim hefur nú verið  lokuð fimm sinnum vegna brota Palestínumanna gegn vopnahléinu.

Enginn hefur lýst ábyrgð á árásunum í gærkvöldi á hendur sér en talsmenn herskárra samtaka Palestínumanna hafa sagt fyrri árásir hafa verið gerðar í hefndarskyni  fyrir hernaðaraðgerðir Ísraela á Vesturbakkanum. Vopnahlíð nær ekki til Vesturbakkans.

Til stóð að farmur af sementi yrði fluttur til Gasasvæðisins í dag en hans hefur lengi verið beðið á svæðinu.

Til stendur að landamæri Egyptaland og Gasasvæðisins verði opnuð síðar í dag og að þau verði opin í tvo sólarhringa til að hægt verði að koma nauðsynjum til svæðisins og sjúklingum undir læknis hendur í Egyptalandi.  

Palestínskar konur með myndum af ættingjum sínum sem sitja í …
Palestínskar konur með myndum af ættingjum sínum sem sitja í fangelsum í Ísrael. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert