Fjórir slösuðust í rússibanaslysi

Fjórir slösuðust í rússibanaslysi í Árósum í Danmörku í gærkvöldi. Fimmtíu manns þurftu á áfallahjálp að halda eftir að vagn af rússibananum losnaði frá hinum. Féll vagninn niður á jörðina en þau sem slösuðust, öll rúmlega tvítug að aldri, eru fótbrotin og einhver eru með meiri áverka. 

Samkvæmt frétt á vef Jyllands Posten er einn þeirra með tvöfalt beinbrot og dvaldi hann á sjúkrahúsi í nótt. Hin fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að brotum þeirra.

Rússibaninn er nýr en hann nefnist Cobra og er í skemmtigarðinum Frihedens í Árósum. Svo virðist sem öxull hafi gefið sig í rússibananum með þessum afleiðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Bílskúr til leigu í Vesturbænum
Upphitaður 24,5 fm bílskúr til leigu í Vesturbænum. Leigusamningur að lágmarki ...
Bækur til sölu
Eylenda 1-2, Úlfljótur ‘47-’70. ib, Grettissaga 1946, Sagnahver Bj. Bj., Viðfi...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...