Olmert: Skrefi nær friðarsamkomulagi

Sarkozy tók á móti Olmert (t.v.) og Abbas (t.h.) í …
Sarkozy tók á móti Olmert (t.v.) og Abbas (t.h.) í frönsku forsetahöllinni í gær. Reuters

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar og Palestínumenn hafi aldrei verið jafn nálægt því og nú að ná friðarsamkomulagi. Olmert sagði þetta eftir að hafa fundað með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, í París. 

„Við höfum aldrei áður verið jafn nálægt þeim möguleika að ná friðarsamkomulagi og í dag,“ sagði Olmert að viðstöddum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.

Þá sagði Abbas að bæði ríkin væru staðráðin í því að koma á friði.

Olmert og Abbas eru á meðal 43 þjóðarleiðtoga sækja leiðtogafund í París þar sem nýtt Miðjarðarhafsbandalag verður hleypt af stokkunum. Því er ætlað að efla samvinnu ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem átök hafa verið tíð.

Sarkozy segir að hlutverk Evrópu og Frakklands í bandalaginu sé m.a. að stuðla að friði með því að veita öðrum ríkjum aðstoð við efnahagsþróun og sýna pólitískt frumkvæði.  Hann sagði að skortur á trausti væri helsti vandinn sem nauðsynlegt væri að glíma við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert