Deilt um aftökur í Texas

Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur beint því til Bandaríkjastjórnar að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fimm Mexíkanar, sem dæmdir hafa verið til dauða í Texas, verði teknir af lífi áður en farið hefur verið yfir mál þeirra að nýju. 

Yfirvöld í Mexíkó vísuðu málum 51 Mexíkana  sem dæmdir hafa verið til dauða í Bandaríkjunum til dómstólsins í síðasta mánuði. Í kjölfar þess úrskurðaði dómstóllinn að grunur leiki á að mönnunum hafi ekki verið gefinn kostur á að leita aðstoðar fulltrúa heimalands síns eftir að þeir voru handteknir.

Bandaríkjastjórn hefur síðan lýst því yfir að dómstóllinn hafi ekki lögsögu í málinu og að yfirvöldum í Texas sé því frjálst að taka mennina fimm af lífi.

Úrskurðurinn í dag er neyðarsúrskurður sem kveðinn var upp vegna þeirrar yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert