Segir Írana ekki ætla að hætta að auðga úran

Fundur um kjarnorkumál Írana hófst í Genf í morgun. Fremstur …
Fundur um kjarnorkumál Írana hófst í Genf í morgun. Fremstur er Saeed Jalili, aðalsamningamaður Írana. Reters

Íranskur embættismaður sagði í morgun, að írönsk stjórnvöld muni ekki hætta að auðga úran gegn ýmsum tilslökunum. Dregur þetta úr vonum um að fundur, sem hófst í Genf í morgun milli fulltrúa sex ríkja um kjarnorkuáætlun Írana, muni skila árangri. 

Fulltrúar Evrópusambandsins og nokkurra stórvelda eiga fund með kjarnorkumálafulltrúa Írans í Genf í dag og er William Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og þriðji æðsti maður ráðuneytis síns, viðstaddur. Vonast stórveldin til þess að Íranar samþykki að hætta auðgun úrans en á móti hafa þau boðið, að ekki verði gripið til frekari refsiaðgerða gegn Íran af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Keyvan Imani sagði við fréttamenn í Genf skömmu eftir að fundurinn hófst, að útilokað væri að Íranar muni hætta að auðga úran.

Náist samkomulag á fundinum í dag um að kjarnorkuáætlun Írana verði fryst gætu hafist formlegar viðræður sem stórveldin vona að leiði til þess að Íranar afleggi áætlunina fyrir fullt og allt gegn ýmsum pólitískum og efnahagslegum ívilnunum.  

William Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, situr fundinn í Genf.
William Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, situr fundinn í Genf. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert