Picasso málverk endurheimt í Brasilíu

Mynd af Picasso og tvö málverk eftir hann.
Mynd af Picasso og tvö málverk eftir hann. AP

Lögregla í Brasilíu hefur endurheimt Picasso málverk sem stolið var af listasafni í Sao Paulo í síðasta mánuði.   Einn af ræningjum málverksins var handtekinn á föstudag, þegar hann reyndi að ræna hraðbanka fyrir utan matvöruverslun. Hann hafði verið undir eftirliti lögreglu í þrjár vikur.

Við leit heima hjá manninum fannst málverkið „The Painter and his Model" frá árinu 1963 falið undir þaki hússins.  Maðurinn viðurkenndi að hafa tekið þátt í ráni á Pinacoteca safninu þann 12. júní.  Þá var öðru Picasso málverki var stolið, "Minotaur, Drinker and Women" frá árinu 1933, og tveim brasilískum málverkum eftir Di Cavalcanti og Lasar Segall, en þau hafa ekki enn fundist. 

Ræningjarnir voru fjórir í hóp, en þrír þeirra löbbuðu inn á safnið, réðust gegn vörðum safnsins, settu verkin í poka og gengu út.  Á meðan beið fjórði maðurinn í bifreið fyrir utan safnið.

Svipað rán var framið í Sao Paulo í desember, en þá var verkum eftir Picasso og Candido Portinari stolið.  Þau voru endurheimt af lögreglu þrem vikum síðar og tveir menn handteknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert