Skaut á kirkjugesti

Lögregla ræðir við kirkjugesti í Knoxville í dag.
Lögregla ræðir við kirkjugesti í Knoxville í dag. AP

Einn lést og sex særðust, þar af fimm alvarlega, þegar karlmaður um fertugt hóf í dag skothríð á kirkjugesti í bænum Knoxville í Tennessee í Bandaríkjunum. Um 200 manns voru inni í kirkjunnu þegar maðurinn hóf að skjóta úr haglabyssu.

Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar WVLT skaut maðurinn 13 skotum áður en tveir kirkjugestir náðu að yfirbuga hann. Lögregla tók manninn síðan í sína vörslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert