Óveður stefnir á olíumannvirki í Texas

Nýr hitabeltisstormur, sem nefndur er Edouard, hefur myndast á norðurhluta Mexíkóflóa. Tölvuútreikningar benda til þess, að stormurinn nái styrk fellibyls og komi á land í Texas á fimmtudag. Þá er líklegt, að óveðrið fari yfir olíuborpalla á Mexíkóflóa og olíuhreinsistöðvar í Texas.

Olíufélög hafa hins vegar styrkt olíuframleiðslumannvirki á svæðinu og þau ættu því að standast átökin en ekki er búist við að vindhraðinn   fari yfir 33 metra á sekúndu þegar Edouard fer yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert