Kennarar fá að bera byssur í Texas

Kennarar í bænum Harrold í Texas ríki í Bandaríkjunum fá í fyrsta sinn leyfi til þess að bera byssur við kennslu þegar ný skólaönn hefst í haust.

David Thweatt, forstöðumaður í Harrold, segir að kennarar verði að geta varið sig ef til skotárása kæmi á skólalóðinni.   Að sögn Thweatts fá kennarar fyrst þjálfun í að fást við hættuástand.  Thweatt fullyrðir að foreldrar séu samþykkir því að kennarar beri vopn í skólanum.

Á undanförnum árum hafa fjölmargar skotárásir verið gerðar í bandarískum skólum, og margir kennarar og nemendur látið lífið.

Í Texas ríki er ólöglegt að bera skotvopn á skólalóðum nema skólar leyfi það sérstaklega, að því er fram kemur á fréttavef BBC. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert