Beiðni um að átta ára stúlka fái skilnað

Dómstóll í Sádi-Arabíu tekur í næsta mánuði fyrir beiðni um að veita átta ára stúlku skilnað frá manni á sextugsaldri, að sögn dagblaðsins Al-Watan í gær.

Blaðið sagði að móðir stúlkunnar hefði lagt beiðnina fram og hafði eftir lögmanni hennar að faðir stúlkunnar hefði gift manninum dóttur sína án þess að segja henni frá því.

Eiginmaður stúlkunnar hefur synjað beiðni ættingja hennar um skilnað og segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. Ættingjarnir hafa óskað eftir aðstoð sádi-arabískrar mannréttindahreyfingar í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert