Sænskir sjómenn ákærðir

Réttarhöld yfir 16 sænskum sjómönnum hófust í Svíþjóð á miðvikudag, en þeir eru sakaðir um ranga skráningu á afla. Lögsóknin varðar 143 landanir níu fiskiskipa árið 2005 og er mönnunum gert að sök að hafa vísvitandi skráð yfir 100 tonn þorskafla sem lýr, en það er fiskur af ufsaætt sem ekki er kvótaskyldur. Þegar aflinn var svo seldur til vinnslu var hann réttilega skráður sem þorskur.

Samkvæmt Svenska Dagbladet lönduðu sænskir sjómenn aðeins rúmum þremur tonnum af lýr úr Jótlandshafi á árunum 2002 og 2003 . Árið 2004 hafði aflinn aukist í rúm fjögur tonn. Árið 2005 gerðust svo undur og stórmerki því þá veiddust 44 tonn af lýr á fyrsta ársfjórðungi og 80 tonn á öðrum fjórðungi. Á sama tíma hafði þorskkvóti Svía í Jótlandshafi verið skertur verulega af Evrópusambandinu. Umrædd veiði mannanna nam um 12% af leyfilegum þorskkvóta árið 2005 samkvæmt upplýsingum Dagens Nyheter.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert