Gustav að ná 5. stigi

Gervihnattamynd sýnir Gustav, fara sunnan við Kúbu og stefna inn …
Gervihnattamynd sýnir Gustav, fara sunnan við Kúbu og stefna inn á Mexíkóflóa. Til hægri sést hitabeltislægðin Hanna sem fylgir í kjölfarið og gæti orðið að fellibyl. Reuters

David Paulison, yfirmaður almannavarnastofnunar Bandaríkjanna, segir að fellibylurinn Gustav færist sífellt í aukana og sé að ná 5. og hæsta styrkleikastigi fellibylja. Óveðrið er nú sunnan við Kúbu og stefnir inn á Mexíkóflóa. Það gæti skollið á strönd Bandaríkjanna í Louisiana á mánudagskvöld.

Gustav er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur en kann að ná 5. stigi í nótt. Þá nær vindhraðinn 250 km á klukkustund en það jafngildir 69 metrum á sekúndu eða meira.  Þess má geta, að samkvæmt gömlum mælieiningum voru 12 vindstig 32,7 metrar á sekúndu eða meira.

Talið er að um milljón manna hafi í dag farið frá New Orleans og fleiri svæðum á strönd Louisiana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert