Harður jarðskjálfti í Kína

Kona sem missti heimili sitt í skjálfta í Yunnan í …
Kona sem missti heimili sitt í skjálfta í Yunnan í síðustu viku. Reuters

Harður jarðskjálfti varð í Sichuanhéraði í Suðvestur-Kína í dag, og varð að minnsta kosti þrem að bana. Skjálftinn mældist 6,1 stig. Fyrir viku urðu að minnsta kosti tveir mannskæðir skjálftar í næsta héraði, Yunnan, en skjálftans í dag varð vart í Yunnan.

Skjálfti sem mældist 7,9 stig varð í norðanverðu Sichuan 12. maí og varð hátt í 70 þúsund manns að bana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert