Þrír fundnir sekir

Þrír voru fundnir sekir um að leggja á ráðin að …
Þrír voru fundnir sekir um að leggja á ráðin að sprengja sprengjur á Heathrow. Reuters

Þrír menn voru í dag fundnir sekir um samsæri til að fremja hryðjuverk með heimagerðum sprengjum á Heathrow-flugvelli á Englandi. Átta menn voru sakaðir um að taka þátt í samsæri þar sem sprengja átti farþegaflugvélar í loft upp yfir Atlantshafinu.

Á fréttavef BBC kemur fram að í kjölfar handtöku Abdulla Ahmed Ali, Assad Sarwar og Tanvir Hussain og félaga hafi öryggisreglur á breskum flugvöllum verið hertar til muna.

Sjö áttmenningana játuðu að hafa haft í hyggju að valda öngþveiti og ringulreið en neituðu að hafa lagt á ráðin um að myrða fólk. Einn áttmenninganna Mohammad Gulzar var sýknaður.

Heimatilbúnu sprengjurnar sem nota átti voru dulbúnar sem gosdrykkjaflöskur. Eftir að hafa velt málinu fyrir sér í 50 klukkustundir komst kviðdómur að því að áttmenningarnir hafi ekki haft í hyggju að sprengja flugvélar.

Áttmenningarnir voru einnig sakaðir um að hafa tekið upp svokölluð píslarvottamyndbönd.

Réttarhöldin stóðu í hálft ár en hugmyndin að hryðjuverkinu mun upphaflega komið frá al-Qaeda í Pakistan en áttmenningarnir voru handteknir í ágúst 2006. Handtakan olli mikilli skelfingu og ringulreið á flestum breskum flugvöllum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert