Bush stokkar upp í herliðinu

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að 8.000 hermenn verði kallaðir heim frá Írak í febrúar og að 4.500 bandarískir hermenn verði sendir til Afganistans.

Bush heldur því fram að breyttar aðstæður í Írak leyfi þessar breytingar þar í landi, og fjölgun hermanna í Afganistan. Um þessar mundir eru 146.000 bandarískir hermenn í Írak og 33.000 í Afganistan.

Barack Obama, forsetaefni demókrata, gagnrýnir Bush og segir hann ekki vera að taka á þeim vanda sem Bandaríkin standi frammi fyrir í Afganistan. Hann segir Bush ekki vera með neina hernaðaráætlun varðandi það hvernig eigi að mæta vandanum í Afganistan. Obama segir að það eigi að vera forgangsmál hjá Bandaríkjunum að taka á uppreisnarmönnum í Pakistan og Afganistan.

George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti breytingarnar í dag.
George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti breytingarnar í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert