Dönsk ungmenni studdu hryðjuverkasamtök

Sex dönsk ungmenni voru í dag fundin sek um að hafa aflað fjár fyrir hryðjuverkasamtök með sölu á stuttermabolum í Danmörku. Tveir voru dæmdir í hálfs árs fangelsi, tveir hlutu skilorðsbundið fjögurra mánaða fangelsi, tveir voru dæmdir í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og einn var sýknaður.

Fólkið er félagar í samtökunum Fighters+Lovers. Samtökin seldu merkta boli og samkvæmt ákæru var ágóðinn af sölunni 25 þúsund danskar krónur. 10 þúsund krónur voru ætlaðar kólumbíska skæruliðahópnum FARC og palestínska hópnum PFLP en bæði þessi samtök eru á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök.

Sjömenningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi í Kaupmannahöfn, en Eystri landsréttur fann sex þeirra í dag seka um stuðning við hryðjuverkasamtök í dag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert