Tilræði í Islamabad

Maður sem særðist í sprengingunni kemur út af Marriott-hótelinu í …
Maður sem særðist í sprengingunni kemur út af Marriott-hótelinu í dag. AP

Að minnsta kosti fjörutíu manns létust í mikilli sprengingu sem varð við Marriott-hótelið í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Að sögn öryggisvarðar við hótelið sprakk flutningabíll fyrir utan það. Enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér.

Marriott-hótelið er vinsæll gisti- og samkomustaður meðal útlendinga í borginni, og hefur það orðið skotmark vígamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert