Taro Aso tekur við í Japan

Litríki íhaldsmaðurinn Taro Aso tók við stjórnartaumunum í dag sem nýr forsætisráðherra Japan. Aso, sem er mikill aðdáandi Manga-teiknimynda, hefur heitið því að auka glaðværð japönsku þjóðarinnar með því að blása lífi í daufan efnahag.

Taro Aso var valinn af flokksbræðrum sínum síðastliðinn mánudag með miklu meirihluta og er talið að hann eigi auðvelt með á ná til almennings þrátt fyrir, eða kannski einmitt vegna þess, að hann á það til að gleyma háttvísinni og láta stór orð falla. Þegar hann var utanríkisráðherra átti hann það jafnan til að skemmta erlendum leiðtogum með Humphrey Bogart-eftirhermum og með því að dansa um í samúræja búningi.

Þó var óvenjudrungalegt yfir honum í dag þegar hann tók við embætti og sagðist meðvitaður um áhyggjur almennings af efnahagnum og vantrausti á stjórnmálamenn. Hann sagðist mundu grípa til neyðarúrræða ef með þyrfti til að endurlífga stærsta hagkerfi Asíu í Japan, en það dróst mjög saman á liðnum ársfjórðungi.

Hann þykir minna á Junichiro Koizumi, fyrrum forsætisráðherra sem naut mikilla vinsælda, og greip einmitt ósjaldan til Elvis-eftirhermunnar þegar hann fundaði með erlendum leiðtogum. Tveir hafa gegnt embættinu í millitíðinni,  Shinso Abe og Yasuo Fukuda, en báðir þótt heldur litlausir og sátu aðeins í eitt ár hvor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert