Vill herða byssulöggjöfina í Finnlandi

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, telur að herða þurfi byssulöggjöfina í landinu. Hann sagði að eftir árásina í bænum Kauhajoki í gærmorgun yrði að fara ræða hvort banna eigi skammbyssur utan sérstakra æfingasvæða. Þetta kemur fram á vef finnska ríkisútvarpsins. 

Tarja Halonen, forseti Finnlands tók í sama streng í gærkvöld og sagðist gera ráð fyrir að umræða um skotvopnaeign ætti eftir að verða fyrirferðarmikil á næstunni.

Tuttugu og tveggja ára námsmaður, vopnaður skammbyssu réðst í gær inn í iðnskóla í bænum, skaut 10 til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér. Hann lést af sárum sínum skömmu síðar. Þetta var önnur skotárásin í skóla í Finnlandi á tæpu ári, en í nóvember í fyrra voru átta skotnir til bana í Jokelaskólanum í Tuusulu. 

Finnska lögreglan hefur unnið að því að láta bera kennsl á líkin úr skólanum í gær. Sum þeirra eru illa brunninn og því nær óþekkjanleg, en árásarmaðurinn sprengdi bensínsprengjur í skólanum þegar hann réðst til atlögu við skólasystkin sín meðan þau sátu í prófi. 

Lögreglan telur að öll fórnarlömbin hafi verið bekkjarsystkin byssumannsins eða í sama árgangi. Lögrelgan upplýsti í gærkvöldi að árásarmaðurinn hafi skilið eftir sig skilaboð þar sem fram komi að hann hafi hatað mannkyn allt og skipulagt ódæði sitt síðan 2002. 


Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem voðaverkin áttu sér stað í …
Iðnskólinn í Kauhajoki þar sem voðaverkin áttu sér stað í gær. LEHTIKUVA
Árásarmaðurinn fékk tímabundið byssuleyfi í síðasta mánuði. Talið er að …
Árásarmaðurinn fékk tímabundið byssuleyfi í síðasta mánuði. Talið er að hann hafi skipulagt árás síðan síðan 2002. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert