94 ára stríðsglæpamaður fyrir dóm

Sandor Kepiro neitar að bera ábyrgð á fjöldamorðunum
Sandor Kepiro neitar að bera ábyrgð á fjöldamorðunum

Stríðsglæpadómstóll Serbíu hefur nú hafið málarekstur yfir hinum 94 ára gamla Sandor Kepiro, sem sakaður er um þátttöku í þjóðarmorði í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem hann átti þátt í aftöku a.m.k. 2000 Gyðinga og Serba.

Kepiro, sem er Ungverskur, var lögreglustjóri og hermaður í síðari heimsstyrjöld og var þátttakandi í einhverjum verstu grimmdarverkum sem Ungverski herinn framdi á þeim tíma. Kennsl voru borin á hann árið 2006, þegar hann var 92 ára gamall, eftir að hann hafði lifað eðlilegu lífi án þess að svara fyrir glæpi sína í rúm 60 ár.

Árið 1944 var hann dæmdur í 10 ára fangelsi ásamt 14 öðrum fyrir þátttöku sína í Novi Sad fjöldamorðinu í janúar 1942. Þar var hundruðum fjölskyldna safnað saman á þriggja daga tímabili, þau skotin og líkunum kastað í Dóná.  Kepiro hlaut þá 10 ára dóm en þurfti hinsvegar aldrei að sitja inni því hann var frelsaður af Ungverskum fasistum skömmu eftir réttarhöldin og flúði til Argentínu eftir stríðið.

Nú vilja Serbísk yfirvöld taka málið upp aftur og stefna honum fyrir stríðsglæpadómstólinn í Belgrad, samkvæmt fréttamiðlinum CNN. Kepiro hefur sjálfur neitað að bera ábyrgð á morðunum, hann hafi aðeins hlýtt fyrirskipunum og jafnframt verið sá eini sem óskaði eftir skriflegri staðfestingu á fyrirskipuninni um fjöldamorðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Til sölu
LA-Z-BOY hægindastóll með mosagrænu mjög góðu áklæði 5 ára vel með farinn.Verð45...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...