„Frá sérhverri mynd fjölkynngis“

Myndband sem sýnir Söru Palin, varaforsetaframbjóðanda, fá fyrirbæn um vernd gegn göldrum þegar hún sæktist eftir æðra embætti birtist á vefnum YouTube á miðvikudag.

Í myndbandinnu sést Palin standa fyrir framan Thomas Muthee biskup frá Kenýa í púlti Assembly of God-kirkjunnar í Wasilla. Hann heldur um hendur Palin og biður Jesú Krist að varðveita hana „frá sérhverri mynd fjölkynngis“. Biskupinn biður Guð að tala til hennar og greiða henni leið. Að hún fái fjármagn fyrir kosningaherferð sína og að Guð noti hana til að snúa þjóðinni.

Palin skilaði inn gögnum vegna kosningaherferðar sinnar í október 2005, nokkrum mánuðum eftir að myndbandið var tekið, og var kjörin ríkisstjóri Alaska árið eftir. Palin stendur þögul og lýtur höfði á meðan biskupinn biður fyrir henni á myndbandinu. Talsmaður kosningaherferðar McCain neitaði að tjá sig um myndbandið en þegar hringt var í kirkjuna í Wasilla fékkst staðfest a myndbandið hafi verið tekið í maí 2005. 

Sara Palin var skírð sem barn í kaþólskri kirkju og tók niðurdýfingarskírn í Assembly of God-kirkjunni á fullorðinsárum en hætti að sækja þar reglulega árið 2002.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert