Víðtækar aðgerðir

George W. Bush bandaríkjaforseti segir að Bandaríkjamenn verði að styðja víðtækar aðgerðir til bjargar fjármálamörkuðum til að vinna gegn „alvarlegri fjármálakreppu“. Verði ekki brugðist við nú muni það kosta meira síðar. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsetans sem hann hélt í gærkvöldi að bandarískum tíma.

Í frétt BBC af ávarpi forsetans kemur fram að hann hafi boðið forsetaframbjóðendunum John McCain og Barack Obama í Hvíta húsið á fimmtudag til að ræða björgunaraðgerðir sem kosta munu 700 milljarða bandaríkjadala. Keppinautarnir hafa samþykkt að fresta sjónvarpskappræðum um efnahagsvandann.

Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, segir þörf á víðtækum stuðningi …
Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, segir þörf á víðtækum stuðningi við fjármálaaðgerðir. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert