Handtekinn eftir birtingu myndskeiðs á YouTube

Sænska lögreglan hefur handtekið sextán ára gamlan pilt fyrir ólöglega vopnaeign eftir að hafa fengið upplýsingar um grunsamlegt myndband sem hann hafði sett á YouTube vefinn.

Talsmaður lögreglunnar segir að pilturinn hafi verið handtekinn í Köping í gærkvöldi fyrir ólöglega skotvopnaeign og að skapa öðrum hættu. Lögregla gerði húsleit á heimili piltsins eftir ábendingu um myndskeiðið á YouTube. 

Pilturinn var handtekinn einungis degi eftir að Finninn Matti Saari myrti tíu skólasystkin sín og tók eigið líf í Kauhajoki skólanum. Saari hafði á mánudag verið yfirheyrður af lögreglu vegna myndskeiðs sem hann hafði sett á YouTube vefinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert