Háttsett lögreglukona myrt

Malalai Kakar
Malalai Kakar

Ein þekktasta lögreglukona Afganistan, Malalai Kakar, var í gær skotin til bana í Kandahar. Talíbanar hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér en þeir eru mótfallnir því að konur vinni lögreglustörf. Kakar var á leið í vinnuna þegar hún var skotin en sonur hennar særðist alvarlega í árásinni.

Kakar var yfirmaður deildar sem rannsakaði glæpi gegn konum. Hún var á fimmtugsaldri og átti sex börn. Hún var ein þekktasta kona landsins.

Hún gekk til liðs við lögregluna árið 1982 en faðir hennar og bræður voru einnig lögreglumenn. Þegar Talíbanar tóku yfir stjórn Afganistan var henni bannað að vinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert