Enginn stjórnarandstæðingur á þing

Stjórnarandstæðingur skrifar slagorð gegn yfrvöldum á kosningaspjald í Minsk, höfuðborg …
Stjórnarandstæðingur skrifar slagorð gegn yfrvöldum á kosningaspjald í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. AP

Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi hefur krafist þess að Bandaríkin og Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna sem fram fóru í landinu í gær en samkvæmt opinberum niðurstöðum er ekki útlit fyrir að neinn frambjóðandi stjórnarandstöðunnar hafi tryggt sér  þingsæti í kosningunum.

Yfirmaður kjörstjórnar greindi frá því í morgun er niðurstaða talningar lá fyrir í flestum kjördæmum að enginn stjórnarandstæðingur hefði tryggt sér sæti á þingi.  70 frambjóðendur stjórnarandstöðunnar og 263 frambjóðendur stjórnarflokksins buðu sig fram í kosningunum en kosið var um 110 þingsæti.

„Það voru engar kosningar í Hvíta-Rússlandi. Þetta var kosningafarsi settur á svið fyrir Vesturlönd,” segir Anatoly Lebedko, formaður stjórnarandstöðuflokksins Sameinaða almenningsflokksins. „Við hvetjum Evrópusambandið og  Bandaríkin til að viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna.”

 Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, hafði heitið því fyrir kosningarnar að þær færu fram samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Og lýst yfir von til þess að þær myndu bæta samskipti landsins við Vesturlönd.

Er síðast var kosið í landinu fyrir fjórum árum var fulltrúum stjórnarandstöðunnar meinað að bjóða sig fram í kosningunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert