Konur hylji allt nema annað augað

Múslimaklerkurinn Muhammad al-Habadan í Saudí Arabíu vill að konur þar í landi gangi með höfuðslæðu sem hylur gervallt höfuðið, að öðru auganu undanskildu. Ef bæði augun eru óhulin gætu konur verið líklegri til að nota augnfarða til að líta þokkafullar út, að hans mati.

Mjög umdeilt er í mörgum samfélögum múslima hversu stóran hluta andlitsins konur eigi að hylja. Höfuðslæður sem hylja allt nema bæði augun, svokallaðar niqab, eru algengari í Saudí Arabíu og við flóann en konur annars staðar ganga yfirleitt með slæðu sem hylur aðeins hár þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert