ESB-ríki ætla að ábyrgjast millibankalán

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Reuters

Leiðtogar fimmtán aðildarlanda Evrópusambandsins hafa samþykkt áætlun um aðgerðir til að bjarga bönkum. Áætlunin felst m.a. í því að ríkin ætla að ábyrgjast millibankalán til allt að fimm ára til að binda enda á lánsfjárþurrðina sem hefur orðið til þess að margir bankar víða um heim hafa riðað til falls.

Áætlunin á að gilda til loka næsta árs. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að  ESB-ríki myndu meðal annars leggja hlutafé í einkabanka til að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra. Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og fleiri löndum myndu skýra frá aðgerðum sínum á grundvelli áætlunarinnar í dag, mánudag.

Embættismenn sögðu að aðgerðirnar myndu kosta nokkur hundruð milljarða dollara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert