Lokaspretturinn hafinn

Obama varar stuðningsmenn sína við að vera of sigurvissir
Obama varar stuðningsmenn sína við að vera of sigurvissir Reuters

Demókratinn Barack Obama leggur nú með liði sínu í baráttu í Vestur-Virginíuríki, sem þykir eitt höfuðvígi repúblikana. John McCain einbeitir sér hinsvegar að því að bæta stöðu sína í ríkjum þar sem Bush forseti vann sigur fyrir fjórum árum síðan. 

„Nú eru aðeins 19 dagar, ekki til endalokanna heldur til upphafsins,“ sagði Obama á fjáröflunarsamkomu í New York í dag, degi eftir að frambjóðendurnir mættust í sínum síðustu kappræðum. Hann varaði þó fylgismenn sína við að verða of sigurvissir, sigurinn væri ekki enn í höfn.

Kannanir hafa sýnt að fylgi McCains hafi minnkað síðustu vikur og er það helst rakið til fjármálakreppunnar og ótta Bandaríkjamanna við alvarlega efnahagslægð. McCain hefur reynt að skerpa áherslur sínar til muna en efasemdir um að honum takist að snúa baráttunni sér í hag heyrast nú einnig úr röðum repúblikana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert