Varað við kosningavandræðum í Bandaríkjunum

Frá utankjörstaðakosningu í Santa Ana í Kaliforníu á mánudag.
Frá utankjörstaðakosningu í Santa Ana í Kaliforníu á mánudag. AP

Sérfræðingar vara nú við því að miklar líkur séu á að vandamál komi upp í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þann 4. nóvember, m.a. vegna mikils fjölda kjósenda og nýrrar tölvutækni sem notuð verður í fyrsta sinn í mörgum ríkjum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Bæði repúblíkanar og demókratar hafa þegar ráðið lögfræðinga vegna hugsanlegra kærumála í tengslum við framkvæmd kosninganna og sérfræðingar Pew stofnunarinnar segja líklegt að langar raðir muni myndast við kjörstaði. Utankjörstaðakosning er þegar hafin í Norður-Karólínu og Kaliforníu og hafa miklar tafir þegar sett svip sinn á þær. 

„Líkur eru á að metkosningaþátttaka verði í kosningunum og að það leiði til vandræða þar sem kosningastarfsmenn verði ekki nógu margir og að tölvukerfi verði ekki komin að fullu í gang,” segir í skýrslu hinnar óháui Pew stofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
Rafmagnstjakkur til sölu
rafmagns pallettutjakkur til sölu, lyftir ca. 1200 kg. Nánari uppl. í s. 772-299...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...