Varað við kosningavandræðum í Bandaríkjunum

Frá utankjörstaðakosningu í Santa Ana í Kaliforníu á mánudag.
Frá utankjörstaðakosningu í Santa Ana í Kaliforníu á mánudag. AP

Sérfræðingar vara nú við því að miklar líkur séu á að vandamál komi upp í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þann 4. nóvember, m.a. vegna mikils fjölda kjósenda og nýrrar tölvutækni sem notuð verður í fyrsta sinn í mörgum ríkjum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Bæði repúblíkanar og demókratar hafa þegar ráðið lögfræðinga vegna hugsanlegra kærumála í tengslum við framkvæmd kosninganna og sérfræðingar Pew stofnunarinnar segja líklegt að langar raðir muni myndast við kjörstaði. Utankjörstaðakosning er þegar hafin í Norður-Karólínu og Kaliforníu og hafa miklar tafir þegar sett svip sinn á þær. 

„Líkur eru á að metkosningaþátttaka verði í kosningunum og að það leiði til vandræða þar sem kosningastarfsmenn verði ekki nógu margir og að tölvukerfi verði ekki komin að fullu í gang,” segir í skýrslu hinnar óháui Pew stofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...